miðvikudagur, 23. maí 2012

23. mai 2012

Ég lá í sólbaði í einn og hálfan klukkutíma í blíðunni á svölunum hjá mér í dag, í glænýjubikiníi - ég hef aldrei átt bikiní í SMALL! :D

Sumarið er sko komið til Svíþjóðar, sól og blíða alla vikuna, en ég er búin að vera að vinna og á fyrirlestrum þannig að ég hef ekkert notið sólarinnar fyrr en í dag. Við skruppum til Gävle að versla eitt stykki afmælis- og útskriftargjöf fyrir yndislegu Kristínu mágkonu, en hún útskrifast á föstudaginn og er svo 25 ára á laugardaginn, stór helgi hjá henni! En eftir að við komum heim fór ég í fyrsta skipti í fína nýja bikiníið mitt og út í steikina á pallinum!
Mælirinn sem er fyrir utan svefnherbergisgluggan okkar sagði að hitinn væri 21°C, í skugga og vindi - en á svölunum var sko glampandi sól og logn! Algjör blíða og gott að liggja þarna með kalda græna teið og reina að fá einhvern smá lit - sem ég fékk auðvitað ekki því ég þarf að liggja heilu dagana til að það sjáist á mér litur.

Annars er fínt að frétta af okkur. Ég er búin að standa mig í vikunni bæði hreyfingarlega séð og mataræðislega séð, prógrammið sem Halli gerði er að gera sitt - er að fíla það að æfa bara úti 4/6 æfingum vikunar - það skemmir líka ekkert fyrir þegar veðrið er eins og það er búið að vera.

Ég byrja svo að vinna alveg á fullu 12. júni. Er í 100% vinnu í sumar og seinasti vinnudagur er 17. ágúst. Er svo eiginlega að vonast eftir því að komast í skóla í september, en þessir svíar eru svo lengi að öllu að ég veit bara ekkert fyrr en 12. júli hvort að ég komist inn. En ég sótti um tvö nám, annað í Gävle hitt í Gautaborg - ég vona að ég komist nú inn í annað.

Annars er rosa lítið planað fram að vinnustarti, kanski vinna nokkrar aukavaktir og horfa á júró núna á fimmtudaginn og laugardaginn - við Halli töluðum akkurat um það í dag hvað okkur langaði mikið í papriku skrúfur og vogaídýfu yfir júró á laugardaginn! En maður fær víst ekki allt sem manni langar í, því miður..

-KristínÞorvalds.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli