þriðjudagur, 2. júní 2015

36 vikur og 2 dagar...

Tekin 24 mai þá gengin 35v.

Sem þýðir að það eru tæpar 4 vikur í settan dag. Ég var minnkuð niður í 50% vinnu um miðjan apríl, en um miðjan mai var ég alveg kyrrsett vegna byrjunar á meðgöngueitrun. Of hár blóðþrýstingur, mikill bjugur og prótein í þvagi. Þannig að ég er búin að vera heima núna í 3 vikur að slappa af og gera sem minnst. Ákvað að læra að hekla og er að vinna í því að hekla teppi fyrir bumbukríli.

Fór í mæðraskoðun í morgun og líta allar tölur betur út svo ég á bara að halda áfram að slappa af og bíða. Mesta lagi 6 vikur í að við Halli fáum krílið í hendurnar.

-KristínÞorvalds.

föstudagur, 24. október 2014

Berjaboozt


Þetta yndislega boozt var morgunmaturinn minn í morgun. Gott fyrir meltinguna, ofnæmiskerfið og rosa gott á bragðið.

Berjaboozt

1/2 dl kókosvatn
1 lúka spínat
2 msk ferskt granatepli (fæst í Kosti)
1 dl frosin hindber
1 dl frosin bláber
1/2 dl frosin brómber
1 dl gojiberja safi
Vatn eftir smekk.

Endilega prófið og njótið!


-KristínÞorvalds.


sunnudagur, 19. október 2014

Þriðji í veikindum


Ekki fallegasta mynd í heimi. En svona eyði ég þriðja degi í veikindum. Með einn grænan upp í rúmi að horfa á fjórðu myndina af Harry Potter.

Í þessum dásamdar shake er
1/2 dl möndlumjólk
1 egg
Væn lúka spínat
1 pera
1 dl frosin jarðaber
1 msk gojiber
1 msk chiafræ
1/2 dl superberry safi
Kókosvatn eftir smekk

Annars er ég heima með verstu hálsbólgu í sögunni, þessu fylgir höfuðverkur og slappleiki.  Það er því ekkert annað að gera en borða hollan og góðan mat og vona að þetta líði hjá eins fljótt og auðið er!



-KristínÞorvalda.



þriðjudagur, 14. október 2014

Varaskrúbbur

Það er að koma vetur. Sem þýðir að það kólnar í lofti og ég eins og svo margir aðrir berjast við aukinn þurk í húðinni með auknum kulda. Ég þarf ofttar að bera á mig og hugsa betur um húðina á mér. 
Ég nota alltaf vaselín á varirnar á mér, hef gert það lengi og hugsa að ég sé ekkert að fara að hætt því neitt strax, það virkar einfaldlega lang best. Hinsvegar sá ég það í seinustu viku að vaselínið myndi ekki duga og eithvað þyrfti að gera í skrælnuðu vörunum á mér. Sérstaklega því ég ætlaði að vera með varalit á vörunum á laugardaginn. Hef lesið mörg blogg um varaskrúbb, bæði keypta og heimagerða sem eiga að virka vel á varirnar við varaþurrk. Ég ákvað að google-a og athuga hvort ég fyndi ekki sniðuga uppskrift af heimatilbúnum varaskrúbb. 



Eftir mikið gúgl og lestur margra uppskrifta ákvað ég að prófa að setja saman minn eiginn. Samsetningarnar voru allskonar og innihaldsefnin ólík, þar má nefna kókosolíu, kakó, kakósmjör, kanil, vaselín, engifer, túrmerik, sykur, sjáfarsalt og mun mun meira. Á endanum ákvað ég að fara auðveldu leiðina og nota það sem ég átti í skápunum í eldhúsinu mínu.


Heimatilbúin varaskrúbbur ala Kristín:

1 tsk kókosolía við stofuhita, betra að hafa hana ekki of mjúka.
1 tsk vaselín
1 mtk sykur
dass af kanil

Öllu þessu er blandað vel saman í skál og sett svo í lokað ílát. Ég átti ílát af gömlum varasalva frá Body Shop sem passaði akkurat. Geymist í nokkra daga, lengur í ískáp og svo tekur maður hann bara út úr ískápnum nokkrum mínútum áður en maður ætlar að nota hann og hrærir upp í honum. Skrúbbar varirnar vel til að losa allt dauða skinnið af og þværð af með heitu vatni og klút.

Annars er ég á næturvakt, sem er svo sem ekkert nýtt og í þessum töluðu orðum var ég að borða hrikalega gott hrökkbrauð með stöppuðu avocado kryddað með salt og pipar. Ég er gjörsamlega með æði fyrir avocado þessa dagana. Hvað þá kombóinu avocado og egg!





-KristínÞorvalds.



fimmtudagur, 9. október 2014

Allt er vænt sem vel er grænt

Mér finnst rosalega gott að gera mér grænt boozt fullt af orku sem kemur mér í gegnum daginn. Ég gerði mér eitt svoleiðis eftr æfingu í gær og langaði að deila uppskriftinni með ykkur.


1 væn lúka grænkál
1 væn lúka spínat
1 dl frosinn ananas
1 dl frosið magó
dass af gojiberjum
dass af chiafræum
1 msk hreint baunaprótein
3 dl kókosvatn

Ef booztið er of þykkt má bæta við meira vatni. Ég bæti vanalega ekki próteini í booztin mín, en þar sem þetta var eftir æfingu og ég hrikalega svöng ákvað ég að gera það matarmeira.


Þetta var að sjálfsögðu drukkið úr fallega Starbucks glasinu mínu sem ég keypti mér á Arlanda á leiðinni frá Svíþjóð í sumar.


-KristínÞorvalds.



þriðjudagur, 7. október 2014

Eplaedik og Nikkelofnæmi

Ég er með frekar viðkvæman maga. Ekki eitthvað sem ég deili með öllum sem ég hitti, en fyrir ekkert svo mörgun árum var maginn á mér stórt vandamál. Ég var hætt að þora að borða fyrst á morgnana og leið almennt aldrei vel. Það sem ég fattaði ekki þá er að ég er með viðkvæman maga og sá matur sem ég borðai var það sem gerði magann á mér ennþá verri. Ég borðaði eiginlega eingöngu drasl.

Ég er með Nikkelofnæmi, eins og svo rosalega margir aðrir í heiminum, en það sem mjög margir vita ekki er að Nikkel er ekki bara í skartgripum, lóðum í ræktinni og öðrum járnum heldur líka matnum sem við borðum, bara í mismiklu magni. Þrátt fyrir að hafa fengið þennan lista í hendurnar þá breytti ég mataræðinu eiginlega ekki neitt, jú ég hætti að borða haframjöl og banana en hélt áfram að borða Kúlusúkk í kílóavís. Mér var ennþá alltaf íllt í maganum og það var ekki fyrr en rúmu ári seinna sem ég tók mataræðið í geng. Um leið og ég byrjaði að hugsa hvað fór ofan í mig byrjaði mér að líða betur, ég leyfi mér samt allt í hófi. Ég borða sjaldan banana, bara því ég hef lært það að þeir fara verst í mig. Ég borða hinsvegar kúlusúkk á nammidegi ef mig langar í það, einnig haframjöl, döðlur, skelfisk og baunir sem dæmi þegar mig langar í. Þetta er bara matur sem ég læri að borða ekki of mikið af í einu og algjörlega í hófi.


Ég er líka komin í rútínu með það að fá mér alltaf eplaedik fyrst þegar ég vakna á morgnana. Svo blanda ég mér boozt og drekk það ca 20 mín eftir að ég drakk eplaedikið. Langbest finnst mér að blanda ca 2 matskeiðum út í kallt sítrónuvatn, en hér er hægt að lesa meira um eplaedik. Maginn á mér er allavega alltaf betri þá daga sem ég byrja með stóruglasi af eplaediki og sítrónuvatni.




-KristínÞorvalds.


Kvöldmaturinn

Mér finnst fátt leiðinlegra en að vakna eftir fjögurra nótta næturvaktartörn og eiga eftir að ákveða hvað ég eigi nú að hafa í kvöldmatinn. En í dag lét ég mig hafa það að hitta Halla í búðinni á milli þjálfana hjá honum og við versluðum inn fyrir vikuna. Snilldin ein að labba ein undirgöng og vera komin í Bónus! Versluðum fullt hollt þar á meðal fullt af grænmeti og ávöxtum, kjúkling, hakk, lambalærissneiðar og hnetusmjör. Við lærðum það nefnilega úti í Svíþjóð að fara bara 1x til 2x í búðina í viku og versla mikið inn í einu er mun þægilegra en að vera að hlaupa alltaf út í búð.

Í kvöldmatinn í kvöld ákváðum við að hafa heilan kjúkling með ofnbökuðu grænmeti, sætkartöflufrönskum og soðsósu. Hrikalega var þetta gott!


Grænmetið er rauðlaukur, paprika, sveppir og gulrætur sett í eldfast mót og inn í ofn í 30 mín, þá er brokkolí bætt saman við og eldað í 15 mín í viðbót. Kjúklingurinn er kryddaður með allskonar kjúklingakryddum sem fylgdu með í flutningunum frá Svíþjóð og í eldfastamótið setti ég 500 ml af vatni. Í vatnið setti ég svo afgang af fersku rósmarín sem ég átti, grófhakkaðan rauðlauk og hvítlauk. Þegar kjúklingurinn var til síaði ég soðið frá, setti í pott og sauð með einum kjúklingatening og 1 tsk af rifsberjahlaupi. 


Við keyptum tilbúnar sætkartöflufranskar en það er sko ekkert mál að gera sínar eigin! Þetta borðuðum við með bestu lyst og afganginn af grænmetinu ætla ég að nota í súpu í hádeginu á morgun. Algjör snilld!

-KristínÞorvalds.