þriðjudagur, 7. október 2014

Eplaedik og Nikkelofnæmi

Ég er með frekar viðkvæman maga. Ekki eitthvað sem ég deili með öllum sem ég hitti, en fyrir ekkert svo mörgun árum var maginn á mér stórt vandamál. Ég var hætt að þora að borða fyrst á morgnana og leið almennt aldrei vel. Það sem ég fattaði ekki þá er að ég er með viðkvæman maga og sá matur sem ég borðai var það sem gerði magann á mér ennþá verri. Ég borðaði eiginlega eingöngu drasl.

Ég er með Nikkelofnæmi, eins og svo rosalega margir aðrir í heiminum, en það sem mjög margir vita ekki er að Nikkel er ekki bara í skartgripum, lóðum í ræktinni og öðrum járnum heldur líka matnum sem við borðum, bara í mismiklu magni. Þrátt fyrir að hafa fengið þennan lista í hendurnar þá breytti ég mataræðinu eiginlega ekki neitt, jú ég hætti að borða haframjöl og banana en hélt áfram að borða Kúlusúkk í kílóavís. Mér var ennþá alltaf íllt í maganum og það var ekki fyrr en rúmu ári seinna sem ég tók mataræðið í geng. Um leið og ég byrjaði að hugsa hvað fór ofan í mig byrjaði mér að líða betur, ég leyfi mér samt allt í hófi. Ég borða sjaldan banana, bara því ég hef lært það að þeir fara verst í mig. Ég borða hinsvegar kúlusúkk á nammidegi ef mig langar í það, einnig haframjöl, döðlur, skelfisk og baunir sem dæmi þegar mig langar í. Þetta er bara matur sem ég læri að borða ekki of mikið af í einu og algjörlega í hófi.


Ég er líka komin í rútínu með það að fá mér alltaf eplaedik fyrst þegar ég vakna á morgnana. Svo blanda ég mér boozt og drekk það ca 20 mín eftir að ég drakk eplaedikið. Langbest finnst mér að blanda ca 2 matskeiðum út í kallt sítrónuvatn, en hér er hægt að lesa meira um eplaedik. Maginn á mér er allavega alltaf betri þá daga sem ég byrja með stóruglasi af eplaediki og sítrónuvatni.




-KristínÞorvalds.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli