mánudagur, 22. október 2012

22. okt '12

Undanfarnir 10 dagar eru búnir að vera pínu erfiðir. Mig hefut langað mikið heim að knúsa alla og ekki batnar það þegar maður er ekki einu sinni viss hvort maður fari heim um jólin. Ég á hinsvegar æðislegan kærasta sem er bestur og hugsar svo vel um mig þegar ég er svona lítil í mér.
Mér líður betur í dag, sting mér bara ofan í lærdóminn til að koma huganum eitthvað annað. Stundum er bara svo erfitt að búa langt í burtu frá öllum.

Að öðrum fréttum er æfingar og matarrútínan að komast öll á réttan veg aftur sem ég er að fíla í tætlur. Þetta fylgir líka dálítið hvort öðru. Ef ég æfi vel borða ég vel og ef ég borða vel þá æfi ég vel. Núna eru bara 9 vikur í jólinn þannig að það þýðir ekkert annað en að spýta í lófana og koma sér í kjólinn fyrir jólinn! :)

-KristínÞorvalds.




Engin ummæli:

Skrifa ummæli