fimmtudagur, 7. júlí 2011

Morgunmatur

Ég var einu sinni ein af þeim sem vaknaði og fór í skólann eða vinnuna án þess að fá mér að borða, ekki einu sinni vatns glas! Ég gat farið heilu og hálfu dagana án þess að borða fyrr en í kaffitímanum eða bara ekkert fyrr en um kvöldmat. En svo í fyrra, þegar ég ákvað að byrja að taka mig á og koma mér loksins í form, þá var fyrsta skrefið að vakna fyrr á morgnana til að venja sig á það að borða.

Ég lenti samt í vandræðum, því að ég er greind með 3. stigs nikkel-ofnæmi sem þýðir að allt nikkel fer illa í mig, þar á meðal í mat og verð ég því að passa mig rosalega á því hvað ég læt ofaní mig. Ég google'aði og reyndi að lesa mér rosalega vel til um það hvað best væri að borða í morgunmat til að byrja daginn vel, og alltaf var svarið eins: Hafragrautur!

EN, hinsvegar þá er hafragrautur rosalega nikkel ríkur og því get ég ekki borðað hann. Ég var bara ómöguleg í maganum allan daginn og svo fékk ég útbrot á fingurnar. Þessvegna byrjaði ég oftast daginn á KEA skyrdrykk, vítamínunum mínum og djúsglasi og fékk mér svo skyr með ávexti i millimál, því að enginn grein eða heilsubloggari á öllu Íslandi gaf annað ráð en að byrja daginn á hafragraut.

Svo flyt ég til Svíþjóðar í enda janúar og þar er náttúrulega ekkert skyr til (eða allavega ekki í búðum hér í kring þar sem við erum bara 3 íslendingar á svæðinu) og því þurfti ég að fynna mér eitthvað annað. Byrjaði á því að kaupa mér kellogs cornflakes, en það var bara allt of mikill viðbættur sykur í því! Þannig að ég byrjaði að google'a aftur og komst að því að Svíar eru bara mun fjölbreyttari í fæðuvali þegar kemur að morgunmat; Ég t.d. vinn á öldrunarheimili og það er alltaf hollur grautur í morgunmat, en aldrei sami grauturinn alla vikuna! Hafragrautur, mannagrynsgröt(sem ég er ekki alveg 100% hvað er), byggrautur og fleira.

Þegar ég byrjaði að google'a fann ég uppskrift af bygggraut, sem ég ákvað að prófa, því að við athugum þá er lítið sem ekkert nikkel í bygginu, sem er frábært! :) Reyndar tekur langan tíma að elda grautinn, en þá gerir maður bara stærri skammta í einu og geymir í ískápnum. Ég t.d geri skammt fyrir alla vikuna á sunnudögum!

Uppskriftin er einföld: 1 dl af byggi á móti 3 - 4 dl vatn, soðið í 40 mínútur.

Ég persónulega nota 4 dl af vatni, fynnst grauturinn bara betri þannig. Svo lætur maður þetta bara kólna í pottinum, skellir þessu svo í skál eða dall og inn í ískáp, tekur þetta út að morgni setur dagskammtinn í pott ásamnt niðurskornum epla bitum og pínu mjólk, síður í 1 - 2 mín og vola! Á diskinn, pínu agave og kanill eftir smekk; Besti morgunmatur sem ég hef smakkað!

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að blogga um þetta er sú að hvar sem maður les um morgunmat á netinu í dag er talað að besti morgunmatur sem þú getur valið þér sé hafragratuinn. En hvað með okkur sem getum bara ekki borðað hann? Það tók mig hálft ár að fyrnna mér morgunmat við hæfi því að ég las aldrei um annað en hafragraut. Það skal reyndar tekið fram að ég veit að morgunmaturinn í Laugum er bygggrautur, en það er líka eini staðurinn sem ég var búin að sjá þetta.

Annars er allt gott að frétta. Er loksins að komast aftur í rútínu eftir að ég byrjaði að vinna sem er frábært.
Svo ætlum við að skella okkur til Oslo að hitta Hörð tengdó og Þorstein í næstu viku í 4 daga, sem verður bara skemmtilegt! :)

- Kristín

3 ummæli:

  1. Guð ég var líka gellan sem borðaði aldrei morgunmat! reyndar borða ég alltaf hafragraut á morgnanna núna en það er alveg rétt hjá þér að auðvitað geta ekki allir borðað hafragraut. Góð hugmynd þessi bygggrautur, ég ætla að prufa ;)!

    SvaraEyða
  2. Snillingur kristín:) ég er einmitt buin að vera í sama brasi. hafragrauturinn ekki að fara nógu vel í mann e-rn veginn. og ég búin að vera að leita og leita því mjólkurvörurnar fara heldur ekki svo vel í mig í morgunsárið. prófa byggið;) annars rosa gaman að lesa heilsubloggið þitt. hafið það gott þarna úti í Svíaríki ;)

    SvaraEyða