þriðjudagur, 12. júlí 2011

Ferðalaga matur :)

Við erum á leiðinni til Oslo/Drammen á miðvikudaginn og verðum á ferðalagi í tæpa níu klukkutíma, eða frá því klukkan 8 um morgunin til að verða 17. Það er alltaf hætta á því að maður detti í það að borða óhollt eða detta í nartgírinn þegar maður er svona lengi á ferðinni. Þessvegna ákváðum við Halli í dag að kaupa nóg af ávöxtum, hnetum og annari hollustu til að gera okkur nesti fyrir allan daginn, svo að við myndum ekki fara í neinn utanvegar akstur í hollustunni.


Skelltum við því í rosalega góðar og hollar speltbollur, sem hægt er að smyrja með smjöri, osti og kalkúnaskinku eða jafnvel sykurlausri sultu. Rosalega hentugt og þægilegt. Reyndar tekur langan tíma að gera þær, en þær eru sko alveg þess virði.

Spelltbollur með sesamfræum:

25g ger
2,5 dl heitt vatn
1,5 dl hrein jógúrt
1,5 tsk gróft salt
2 mtk olía
500 g spelt
ca 50 g sesamfræ

Aðferð:
1. Gerið hrært út í vatni og jógúrti.
2. Grófu salti og olíu bætt útí.
3. Speltinu og sesamfræum blanda saman við og hnoðað vel, deigið er talvsvert mjúkt.
4. Látið lyfta sér undir röku stykki í 3 - 3,5 klst. (Ég veit að það er langur tími, en alveg þess virði!)
5. 50 - 100 g í viðbót af spelti blandað í degið og hnoðað.
6. Mótað í 12 bollur og látið lyfta sér í 20 mínþ
8.Bakað í 5 mín við 250° neðanlega í ofninum, síðan er hitinn lækkaður niður í 200°og bollurnar bakaðar í 12 - 15 mín.



Einnig gerðum við súkkulað-hnetusmjörs "kökur". Sem slá sko algjörlega á alla nammiþörf þegar hún bankar uppá. Reyndar er Halli mun hrifnari af þeim en ég, enda borðar hann þær aðalega. Þær eru líka hrikalega einfaldar í gerð.

Tekur u.þ.b. 50 gr af 70% súkkulaði og 2 tsk af grófu hnetusmjöri og bræðir saman ásamt tæpri tsk af agavesýrópi. Svo er ca 1 tsk af gumsinu sett í möffinsform og inn í ískáp. Auðvelt og þægilegt!


 Kanski ekki hrikalega girnilegt, en gerir sko sitt gagn, í hófi samt ;)

Einnig ætlum við að taka með okkur fullt af vatni, hnetum og venjulegum & þurkuðum ávöxtum. 


Ég hlakka svo til að gera ferðast án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að detta "óvart" í óhollustuna. 
Vona að þið eigið góða viku, ég veit að ég ætla að gera það! :)

- Kristín Þorvalds.



1 ummæli:

  1. Uhh nammi! þú ert snillingur. Og já það er svo hætt við því að maður detti í sukk á svona ferðalögum, ættir að vera algjörlega skotheld með þetta nesti :)

    SvaraEyða