þriðjudagur, 14. október 2014

Varaskrúbbur

Það er að koma vetur. Sem þýðir að það kólnar í lofti og ég eins og svo margir aðrir berjast við aukinn þurk í húðinni með auknum kulda. Ég þarf ofttar að bera á mig og hugsa betur um húðina á mér. 
Ég nota alltaf vaselín á varirnar á mér, hef gert það lengi og hugsa að ég sé ekkert að fara að hætt því neitt strax, það virkar einfaldlega lang best. Hinsvegar sá ég það í seinustu viku að vaselínið myndi ekki duga og eithvað þyrfti að gera í skrælnuðu vörunum á mér. Sérstaklega því ég ætlaði að vera með varalit á vörunum á laugardaginn. Hef lesið mörg blogg um varaskrúbb, bæði keypta og heimagerða sem eiga að virka vel á varirnar við varaþurrk. Ég ákvað að google-a og athuga hvort ég fyndi ekki sniðuga uppskrift af heimatilbúnum varaskrúbb. 



Eftir mikið gúgl og lestur margra uppskrifta ákvað ég að prófa að setja saman minn eiginn. Samsetningarnar voru allskonar og innihaldsefnin ólík, þar má nefna kókosolíu, kakó, kakósmjör, kanil, vaselín, engifer, túrmerik, sykur, sjáfarsalt og mun mun meira. Á endanum ákvað ég að fara auðveldu leiðina og nota það sem ég átti í skápunum í eldhúsinu mínu.


Heimatilbúin varaskrúbbur ala Kristín:

1 tsk kókosolía við stofuhita, betra að hafa hana ekki of mjúka.
1 tsk vaselín
1 mtk sykur
dass af kanil

Öllu þessu er blandað vel saman í skál og sett svo í lokað ílát. Ég átti ílát af gömlum varasalva frá Body Shop sem passaði akkurat. Geymist í nokkra daga, lengur í ískáp og svo tekur maður hann bara út úr ískápnum nokkrum mínútum áður en maður ætlar að nota hann og hrærir upp í honum. Skrúbbar varirnar vel til að losa allt dauða skinnið af og þværð af með heitu vatni og klút.

Annars er ég á næturvakt, sem er svo sem ekkert nýtt og í þessum töluðu orðum var ég að borða hrikalega gott hrökkbrauð með stöppuðu avocado kryddað með salt og pipar. Ég er gjörsamlega með æði fyrir avocado þessa dagana. Hvað þá kombóinu avocado og egg!





-KristínÞorvalds.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli