fimmtudagur, 3. nóvember 2011

Ísterta to die for!

Rosalega hef ég verið léleg í þessu svona undanfarið. En ég lofa að byrja að bæta mig ! Langaði bara að henda hérna inn nokkrum myndum af geðsjúkri ístertu sem við Halli gerðum um þarseinustu helgi. Við svona reynum að gera okkur eitthvað gott á nammidögum, baka eitthvað eða gera okkur gúrmey eftirrétt. Ísterta var fyrir valinu að þessu sinni og var hún ekkert lítið góð!


Í botninum er grófmulinn marengs og ofan á hann er settur hrærður núggatís. 
Ekki bráðinn því þá verður hann bara harður. Þetta sett inn í frysti í ca 1 - 2 tíma.


Blandaðir ávextir sett ofan á ísinn, við ákváðum að hafa fersk jarðaber, vínber og niðursoðnar ferskjur.


Ofan á ávextina settum við niðurskorið daim súkkulaði, en það er 
mjólkursúkkulaði með daimi í. To die for!

Svo er marssósu sett efst. Þetta var rosalega gott og verður pottþétt gert aftur!

Svo svona í lokinn ætla ég að henda inn mynd af eyrnabandinu sem ég gerði mér í gærkvöldi


Ýkt ánægð með það! :)

-Kristín Þorvalds.


3 ummæli:

  1. P.s. Aðeins 7 vikur í brottför til elsku Íslands þar sem jólunum verður fagnað með fjölskyldu og vinum ! :)

    SvaraEyða
  2. Vá þessi ísterta dugir 6 manna fjölskyldu í þrjár máltíðir.

    SvaraEyða
  3. Bwahahaha! Tja þetta dugaði okkur allavega tvo laugardaga, reyndar tókum við ávextina af seinnu laugardaginn því þeir voru allt of lengi að þiðna :)

    SvaraEyða