sunnudagur, 3. júlí 2011

Góð vísa aldrei of oft kveðin.

Ég hef oft byrjað með blogg, og aldrei hafa þau endast eitthvað lengi. En þar sem ég er nú búsett annarstaðar en á litla Íslandi, ákvað ég að prófa aftur, bara því að mér finnst það töff! Hér ætla ég semsagt að skrifa mínar daglegar pælinga ásamt því að koma með einstaka fróðleiksmola, bara því ég þykist vera gáfuð.

Er byrjuð að vinna, sem er bara skemmtilegt. Var pínu erfitt fyrst en það venst allt saman. Aðalega erfitt fyrir hausinn, því að hann er ekki vanur því að vinna á vinnustað sem aðeins er töluð sænska og því ekki vanur að þurfa að hugsa svona mikið. En þetta verður bara skemmtilegra með hverri vaktinni, og ég fatta það alltaf betur og betur hvað ég saknaði þess að vinna sem sjúkraliði.

Sem minnir mig á það, ég sótti sem sagt um í Næringarfræði við Háskólann í Gautaborg og fæ að vita um miðjan júlí hvort ég hafi komist inn eða ekki, ég er reyndar komin inn í HÍ, en er eiginlega komin á þá skoðun að borga ekki staðfestingargjaldið þvi að eins og staðan er stefnum við ekki alveg stax heim.

Ég reikna ekki með því að láta fólk vita af síðunni alveg stax, svo það hafi eitthvað pínu að skoða þegar ég læt það vita ;)

-Kristín

P.s. Keypti mér awesome hjól um daginn, sem er klárlega besta fjárfesting sem ég hef nokkurn síðan keypt!



Engin ummæli:

Skrifa ummæli