þriðjudagur, 2. júní 2015

36 vikur og 2 dagar...

Tekin 24 mai þá gengin 35v.

Sem þýðir að það eru tæpar 4 vikur í settan dag. Ég var minnkuð niður í 50% vinnu um miðjan apríl, en um miðjan mai var ég alveg kyrrsett vegna byrjunar á meðgöngueitrun. Of hár blóðþrýstingur, mikill bjugur og prótein í þvagi. Þannig að ég er búin að vera heima núna í 3 vikur að slappa af og gera sem minnst. Ákvað að læra að hekla og er að vinna í því að hekla teppi fyrir bumbukríli.

Fór í mæðraskoðun í morgun og líta allar tölur betur út svo ég á bara að halda áfram að slappa af og bíða. Mesta lagi 6 vikur í að við Halli fáum krílið í hendurnar.

-KristínÞorvalds.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli