fimmtudagur, 2. janúar 2014

2014

Gleðilegt nýtt ár allir sem leggja leið sína hingað inn! Árið 2013 var yndislegt en líka erfitt á tímabilum. Það sem stendur hvað helst uppúr eru heimsóknirnar sem við fengum á árinu, þegar við komum óvænt í Íslandsheimsókn í mars og fyrsta skiptið sem ég hitti nýja frænda minn í desember. Við Halli tókum líka stórar ákvarðanir á árinu en sú stærasta er sú að ég er að flytja heim í enda janúar og byrja að vinna á Landspítalanum, Halli kemur svo heim í sumar þegar hann er búin með skólann.

Ég hef hinsvegar ekki bloggað í nokkrar vikur núna, aðalega til að hugsa aðeins. Mér finnst rosalega gaman að blogga og geri það mest fyrir sjálfan mig. Hinsvegar sé ég að það eru ekkert rosalega margir sem fylgjast með blogginu og þá dettur nennan alveg niður og því hef ég tekið þá ákvörðun að núna ætla ég að taka mér pásu. Kanski i einhverja vikur eða mánuði, kanski byrja ég ekkert aftur, það kemur bara í ljós.

Því óska ég ykkur góðs árs og vona ég að allir ykkar draumar fyrir árið rætist. Ég ætla allavega að njóta í botn og vona svo innilega að árið verði mér og ykkur öllum hliðhollt.

-KristínÞorvalds.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli