laugardagur, 26. apríl 2014

Ég og Guðrún sys fórum skruppum á Siglufjörð í dag og keyptum okkur ís á leiðinni heim


xxx

Það er svo gott að vera komin heim í fallegasta fjörðinn í faðm fjölskyldunar. Læra, sofa, æfa og almennt slappa af er ansi ljúft. Borgin aftur á mánudaginn og beint á kvöldvakt. Tók stutta en hrikalega góða æfingu í dag sem ég mæli eindregið með því að þið prófið!

Hringþjálfun; Þrír hringir af 40 sek í vinnu  og 20 sek af hvíld.
Hnébeygjuhopp upp stiga
Burpees
Planki
Mountain climbers
Axlahringir 20 sek í hvora átt

Fyrsta æfinginn er tekin í 40 sek eins hratt og hægt er og svo er tekin 20 sek í hvíld og svo farið í næstu æfingu, hringurinn er 3x. Svo út verður 15 mínútna æfing. Ég hef ekki hugmynd hvað seinasta æfinginn heitir. Maður stendur beinn í baki með hendur beint út frá öxlum og hreyfir þær í litla hringi, fyrst framm í 20 sek framm og svo 20 sek aftur. Góð stutt æfing þegar maður hefur ekki allan tímann í heiminum til að taka æfingu. Endilega prófið og látið mig vita hvað ykkur finnst.




-KristínÞorvalds.




Engin ummæli:

Skrifa ummæli