miðvikudagur, 16. nóvember 2011

16. nóvember

Við Halli skruppum inn í Gävle á laugardaginn, ákváðum að athuga hvort að við fyndum nú ekki einhverjar jólagjafir, fá okkur eitthvað gott að borða og kíkja svo í bíó. Svona til að fanga því að hann tók próf nr 2 af 3 í áfanganum sem hann er í skólanum á föstudaginn og á því bara 4 vikur eftir af þessum áfanga. 

Við tókum strætó héðan klukkan hálf 3 og vorum kominn inn í mollið í Gävle rétt um 3, einum og hálfum tíma síðar vorum við búin að versla 7 jólagjafir, þar eru reyndar 3 fyrir hundana heima í Fannafoldinni taldar með, sem ég tel bara vera nokkuð gott! 

Við fengum okkur svo Ameríska pizzu í kvöldmatinn, svona fyrst að við fundum stað sem selur svoleiðis, því að fyrir þá sem ekki vita það þá eru svíar rosalega mikið bara fyrir ítalskar þunnbotna pizzur. Svo við vorum rosalega fegin þegar við fundum Amerískan stað. Pizzan var mjög góð, og myndin sem við fórum á í bíó var það líka, mæli hiklaust að fólk skelli sér á In Time, fær mann til að hugsa.






Annars fór ég í atvinnuviðtal inn í Gävle í gær, hjá omvårdnad í Gävle, sem sér semsagt um alla hjúkrun á svæðinu. Öll hjúkrunarheimilin, heimahjúkrun, stuðningsfulltrúa og fleira, og konan sagði að hún hafði ráðið mig á staðnum ef ég væri ekki að fara heim til Íslands um jólinn, því henni vantaði aðalega fólt til að vinna um jólin og nýárið. En hún sagði mér að ég ætti endilega að sækja aftur um í janúar ef ég kemst ekki inn í skóla.

Annars fer ég að henda í gúrmei hádeigismat, boozt fullt af hnetum, möndlum og fleira skemmtilegu.

Hendi inn uppskrift seinna.

-KristínÞorv.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli