fimmtudagur, 26. júní 2014

Næturvakt #1

Ég fer vonandi farið að byrja að hlaupa aftur eftir meiðsli bráðum

XXX


Klukkan er korter í fjögur og ég er í vinnunni. Þetta er frekar þreytt nótt, en ætli það sé ekki bara vegna þess að það eru nokkrar vikur síðan ég tók næturvakt síðast. Núna er ég samt komin í prósentu, sem þýðir að 60% af öllum vöktunum sem ég vinn eru næturvaktir. Hlakkar til að sjá hvernig það gengur.  Ég er allvega bjartsýn á þetta sumar. Stefnan var reyndar alltaf sett á hálfmaraþon í águst, en vegna meiðsla og lungnavesenis(lesist: Nýgreindur asmi sem böggar mig mikið) þá þurfti ég að hætta að hlaupa og er núna bara að byrja aftur, fyrst með því að ganga bara rösklega og svo þegar líður á sumarið get ég vonandi byrjað að hlaupa almennilega.

Planið eins og það er núna er allavega að labba allavega 3 í viku annað hvort í eða úr vinnu eða bæði. Eins og núna eftir þessa næturvakt ætla ég að labba heim og svo þegar ég vakna seinnipartinn get ég tekið lyftingaræfingu. Svo ég næ samt að taka tvær æfingar yfir daginn þrátt fyrir næturvaktir, sem er kostur.

Það er hinsvegar rosalega gott að vera alkomin heim, búslóðin okkar komin inn í bílskúr hjá tengdó og við búin að koma okkur fyrir í gamla herbegginu. Núna er bara að vinna eins og brjálæðingar svo við getum komið okkur fyrir í okkar eigin íbúð áður en of langt um líður.


-KristínÞorvalds.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli