laugardagur, 5. maí 2012

4. mai 2012

Ég þrái sól og hita! 

Veðrið er reyndar búið að vera flott þessa vikuna, sól og blíða, en ekkert stuttbuxna veður - en það kemur, ég hef sko engar áhyggjur af því!  

Ég gafst upp á fimmtudaginn 26. apríl og hringdi í heilsugæsluna og pantaði viðtalstíma við lækni á föstudeginu. Þegar ég kem klukkan 16.00 og ætla að fá að tala við lækni eins og ég hélt að ég væri að fara að gera, þá tekur hjúkrunarfræðingur við mér, talar við mig og tekur sýni úr hálsinum á mér til að vera viss um að ég sé ekki með streptókokka, sem ég var ekki með sem betur fer! - Maður þarf sko eiginlega að vera fárveikur í Svíþjóð til að tala við lækni, annars sjá hjúkrunarfræðingar bara um alla vinnuna. 
Þessi elskulegi hjúkrunarfræðingur sagði mér svo bara að fara heim og sofa, þetta væri bara flensa, sem ég vissi svo sem alveg en var samt eiginlega alveg búin að fá ógeð á því að vera heima, enda búin að vera veik í 10 daga. Ég gafst svo upp á sunnudaginn og ákvað það bara að þetta gengi ekki upp lengur, tók íbúðina í nefið og gerði mig fína - plokkaði og litaði á mér augabrúnirnar til að líta ekki út eins og draugur.

Ég hef reyndar ekki tekið almennilega æfingu  í 1/2 mánuð- en ég hef hinsvegar unnið tvo daga í þessari viku þannig að í heildina er ég ánægð. Stefnan er svo tekið á heljarinnar útiskokk á morgun áður en við skreppum aðeins til Gävle.

Ég vona að þig njótið helgarinnar - ég ætla allavega að gera það! 

-KristínÞorvalds.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli