þriðjudagur, 8. maí 2012

8. mai 2012




Ég ætla að byrja þetta á því að óska yndislegu mömmu minni til hamingju með daginn! Hún á sem sagt afmæli í dag og ég væri mikið til í að vera á klakanum til að knúsa hana og kyssa! En ég læt knús í gegnum skype duga í dag. Líka bara 3 vikur síðan ég sá hana síðast, en hinsvegar mjög langt í að ég sjái hana aftur...

Langaði að henda hérna inn uppskriftinni að uppáhalds morgunmatnum mínum þessa dagana. Sá einhverstaðar uppskrift af yfirnætur hafragraut um daginn, ákvað að gera mína útgáfu af honum með speltflögum/speltmjöli.

 Byrjar á að setja 1/2 bolla af speltmjöli/haframjöli í krukku.(1 bolli = 250 ml) 


 Svo fer 1/2 bolli af mjólk(ég nota léttmjólk 1,5%) ofan í krukkuna.


 Ég bæti svo við 4 - 5 msk af kesella(líkt hreinu skyri, 1% fita) Fer allt eftir hversu þykkt ég vill hafa það.


 Bæti við kanil eftir smekk, ég nota fullt af honum!


 Lokið sett á. Svona lítur þetta út fyrir hristun. Tók ekki mynd af því en ca 1 tsk af agave sýrópi á að fara með.

 Eftir hristun. Ég hristi þetta vel og alveg í 30 sek - 1 mín. Eftir því hvað ég set mikið af kesella.

 Þegar ég er búin að hrista set ég nokkrar tsk af eplamauki, 4 - 5. Eða þar til krukka er ca full.


 Hér er ég búin að blanda öllu saman með gaffli.

1 skammtur dugar mér í morgunmat í 2 daga. Ég geri þetta að kvöldi til  og læt speltið sjuga í sig allan vökva. Hrikalega gott!

Svo er hægt að útfær þetta öðruvísi. Ég setti 2 msk af hlynsýrópi og 2 lúkur af bláberjum í stað agave, kanils og eplamauks um daginn og það var líka hrikalega gott. Einhverntíma í vikunni er ég að spá í að setja fersk hindber eða jafnvel mangó eða jarðaber. Hægt að prófa sig áfram.

Ég ætla að enda þetta á mynd sem ég fann af mér, hún er tekin helgina fyrir tvítugs afmælið mitt. Þá fannst mér ég sko vera þvílíkt fín og flott! Nei ekki alveg, en hver dæmir sjálfur.


-KristínÞorvalds.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli