laugardagur, 12. maí 2012

12. mai 2012

Klukkan að detta í 9 á laugardagsmorgni - og ég búin að vera vakandi í 1&1/2 tíma. Ég væri sko alveg til í að vera að kúra í Halla inn í rúmi, en ég er að fara vinna í fyrramáli sem þýðir að ég þarf að vakna klukkan 5 til að ná strætó inn í Gävle klukkan 6 og byrja að vinna klukkan 7. Oftast tek ég samt stætó 45 mín áður en ég byrja að vinna því stætóinn er 25 mín inn í Gävle og svo er ég ca 10 - 12 mín að labba í vinnuna. En því það er sunnudagur þá fer strætó klukkan 6 og svo ekki aftur fyrr en 7,30. Ég hinsvegar vakna oftast um 5 því ég vill hafa nægan tíma til að taka mig til á morgnana.

Annars er rosa lítið að frétta. Búin að vinna 3 daga í vikunni og er að fíla það í botn að vinna svona mikið. Byrja svo að vinna 100% í viku 24 sem er fínt. Er að fara á fund á þriðjudaginn um hvernig ég verð að vinna í sumar. Ég er nefnilega að fara að vinna í sommarpool - sem þýðir að ég verð ekki bara að vinna á einum stað í Gävle heldur út um allt. Einn daginn gæti ég verið í heimahjúkrun á einum stað, næsta dag á öldrunarheimili og þann þriðja í heimahjúkrun á öðrum stað. Ég held að sumarið verði æði !- Ég trúi allavega ekki örðu!

Mataræðið mitt þessa vikuna er búið að vera fínt, þá má fínpússa það aðeins, sem verður gert í komandi viku. Er hinsvegar ekki búin að taka eins margar æfingar og planið var í vikunni - Því að ég var kölluð út í vinnur og annað. En hinsvegar þegar ég er búin að fá vinnuplanið fyrir sumarið get ég skipurlagt allar æfingar og annað. Það verður mjög þægileg.

Hlaupaformið er líka að verða betra og betra með hverjum deginum - hljóp 4,2 km á 30 mín í vikunni, sem er sko ekki besti tíminn minn, en eftir að hafa ekki hlaupið neitt í allan vetur þykir mér það bara nokkuð gott. Stefnan er sett á 10 km undir klukkutíma í enda sumars. Ég vill líka helst vera komin í það form að geta hlaupið í gegnum hálft maraþon seinna á árinu.

Ætla að enda þetta á tveimur lögum sem hjálpuðu mér að vakna í morgun ! :)


-KristínÞorvaldsd.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli