föstudagur, 13. desember 2013

Föstudagurinn þrettándi!

Ein gömul af stutthæðri ræktar-Kristínu


Ég var hrikalega glöð um daginn þegar það byrjaði að snjóa. Því eins og flestir sem þekkja mig vita þá finnst mér að það eigi að vera snjór í desember, ég vill hafa fullt fullt af snjó um jólin!
Þessvegna varð ég ekkert rosalega glöð núna fyrir 3 dögum síðan þegar ég vaknaði og það var 5°C, já fimm stiga hiti! Í dag er allur snjór farin, það sem hinsvegar eftir er, er hrikaleg hálka allstaðar og ekkert gaman. Ég vill snjóinn aftur. Nú er bara að vona að Ísland eigi eftir að hafa nóg af snjó um jólin svo ég geti tekið gleði mína á ný, djók! Ég brosi sko hringinn í dag því að það eru bara 4 dagar í elsku Ísland og tengdafjölskylduna og bara 13 dagar í fallegasta fjörðinn, Ólafsfjörð! 
Ég vona að þið séuð glöð og kátí dag, þrátt fyrir að það sé föstudagurinn 13.

-Kristín Þorvaldsdóttir





Engin ummæli:

Skrifa ummæli