sunnudagur, 8. desember 2013

Helgin

Frekar þreytt eftir að hafa unnið á tveimur jólasýningum SGA í dag

Ég er frekar þreytt og hugsa að ég fari snemma að sofa í kvöld, allavegana svona miðað við undanfarið þar sem ég virðist vera búin að tapa hæfileikanum að fara upp í rúm fyrir klukkan 24.00.
 Helgin er búin að vera fín, búðarrölt með Halla í gær að redda nokkrum jólagjöfum og dóti fyrir ættingja heima og svo bekkjapartý í gærkvöldi. Ég var reyndar edrú og komin heim um hálf tólf. Ég var svo mætt í fimleikahúsið rétt fyrir hádegi í dag til að hjálpa við uppsetningu fyrir jólasýningarnar tvær. Vann svo í miðsölunni fyrir báðar og hjálpaði að ganga frá. Búin að borða drasl mat í allan dag svona á milli hlaupa sem gerir það að verkum að ég er ennþá þreyttari. Núna ætla ég hinsvegar að kúra mig í smá stund í viðbót og fara svo að sofa. Plan morgundagsins er lærdómur, æfing og tiltekt. 

Vona að helgin ykkar hafi verið yndisleg og vikan sem koma skal verði það einnig.

-KristínÞorvalds.





Engin ummæli:

Skrifa ummæli