mánudagur, 2. desember 2013

Aðventan


Ég elska aðventuna. Kúr með jólakakó að horfa á jólamyndir, það byrtir yfir öllu þegar jólaljósin koma upp, jólalögin og jóladagatöl. En þar sem ég er hætt að drekka/borða mjólk að öllu leiti þá hef ég masterað gerðina að gera heitt kakó úr vatni, hreinu kakói og sojarjóma, mjög gott!
Hinsvegar er ekkert jólalegt úti, sem ég er bara alls ekki nógu sátt við. Mér finnst að það eigi að vera jólasnjór og kallt í desember, ekki 6°C og hvasst. Allur þessi smá snjór sem kom um daginn er horfinn. En þá er bara að vona að það fari að kólna aftur og snjórinn láti sjá sig allavega áður en við förum heim í jólafrí. Það verður ansi næs að eyða jólunum með fjölskyldu og vinum á klakanum eftir að hafa verið bara tvö í Svíþjóð í fyrra.
Núna ætla ég hinsvegar að halda áfram að vera dugleg að læra. Vona að aðventan leggist vel í ykkur og munið; Jólin koma hvort sem að allt er til eða ekki.



-KristínÞorvaldsdóttir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli